Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Kanínukötturinn káti

Einu sinni var kanínuköttur sem var ósköp einmanna og leiður því að honum var alltaf strítt af því að hann var öðruvísi.

Einn daginn kom hann til mömmu sinnar og spurði "Af hverju á ég enga vini?"
"Það er af því að þú ert kanínuköttur." svaraði móðir hans.
"Kanínuköttur, hvernig þá?" Jú sjáðu til. Þegar ég var yngri þá var ég svolítið léttlynd og einu sinni drakk ég aðeins of mikið. Þú veist að ég er köttur en pabbi þinn var kanína."

Vesalings kanínukötturinn ákvað að finna sér annað dýr sem eins var ástatt fyrir og eignast þannig vin. Hann fór um allan skóginn, á meðal allra dýranna sem flest stríddu honum en að lokum fann hann dýr sem var öðruvísi en öll hin.

"Ég er kanínuköttur, hvernig dýr ert þú?"
"Ég er elgfluga."
"Elgfluga, hvernig þá?"
"Jú pabbi var elgur en mamma var fluga, þess vegna er ég elgfluga." Úff...mamma hans hefur sko verið svakalega létt á bárunni, hugsaði kanínukötturinn.
"Vilt þú vera vinur minn?"
"Já, það vil ég svo sannarlega."

Og uppfrá því urðu þeir bestu vinir og var alvega sama þó að hin dýrin stríddu þeim. Fór svo að þeir ákváðu að finna önnur dýr sem eins var ástatt um og bjóða þeim að vera með. Fóru þeir um allan skóginn á meðal allra dýranna sem flest stríddu þeim en að lokum fundu þeir dýr sem var öðruvísi en öll hin dýrin í skóginum.

"Ég er kanínuköttur og vinur minn er elgfluga, hvernig dýr ert þú?"

"Ég er lögregluhundur."

Megi þig eiga góða helgi.

Kær kveðja Rannveig


 


Góðir finnar...

..já það er nú ekkert skrítið að finnarnir hafi sigrað Júróvision í fyrra. Ekki ef miðað er við þessa frábæru útgáfu þeirra á smellinum YMCA

http://www.youtube.com/watch?v=lCgrG35-3js

og svo allir saman nú....Whistling

Eigið góða helgi

knús Linda


Góða ferð elsku Kidda okkar!

Kæra Kidda okkar

 Eigðu nú gott flug og góða ferð til Árósa. Gangi þér vel að koma þér fyrir á nýjum stað.

Risa saknaðarknús frá öllum vinum þínum í MururimaKissing


Til hamingju með afmælið Jóna :)

Elsku Jóna

Til hamingju með afmælið á laugardaginn!!

Þínir vinir í Mururimanum


Börnin eru svo einlæg og elskuleg.

Þegar maður verður skotin í ástfanginn, þá er það rosalega sárt og maður getur meitt sig alveg fullt."
-Magnús 7. ára.

"Ég veit ekki alveg hvers vegna það eru svona margir ástfangnir, en ég held það sé vegna þess að konur eru með ilmvatn og karlar rakspíra og það er þá líklega vegna þess að þau ilma svo vel. Þess vegna seljast ilmvötn svo mikið. Mamma kaupir alltaf fullt þegar hún fer til útlanda og oftast fyrir pabba."
-Siggi 8. ára.

"Ég hef heyrt að ástin og að verða ástfanginn sé það mikilvægasta í heiminum, en það er líka mikilvægt að Manchester United gangi vel!"
-Friðrik 8. ára.

"Strax á eftir þegar ég er búinn í leikskólanum ætla ég að finna mér konu."
-Tómas 5 ára.

"Mér finnst voða gaman að horfa á ástina, bara ekki á meðan Birta og Bárður eru. Ég vil frekar horfa á þau."
-Helga 7. ára.

"Fyrst þegar kærustupar ferð út saman þá skrökva þau alveg fullt að hvort örðu, en samt fara þau út aftur...og verða kannski hjón?"
-Finnur 10. ára.

"Ég er með svolítið margar freknur, svo að konan mín verður að hafa freknur líka."
-Andri 6. ára.

"mamma sagði að ég ætti að velja mér mann sem væri blaður og myndarlegur."
-Katrín 8. ára.

"Æ, hættu að spyrja mig að þessu með ástina, ég fæ hausverk...ég bara krakki og ég þarf enga ástina."
-Ragnar 7 ára.

"Ég ætla sko ekkert að flýta mér að verða ástfanginn. Það er alveg nógu erfitt að vera í skólanum."
-Regína 10.ára.

"Mamma segir að karlmenn séu heilalausir. Hún er búin að reyna að finna marga sem eru með heila en það gengur illa."
-Agnes 10. ára.

"Maður og kona lofa að fara í gegnum allt saman, líka Hvalfjarðagöngin."
-Ómar  7. ára.

"Ég ætla sko ekki að eignast börn! Eða jú kannski? En ekki að skipta um bleyjur! Ég myndi bara hringja í mömmu og bjóða henni í kaffi til að fá hana til að skipta um bleyjur."
-Kristín 10. ára

"Ástin er mjög asnaleg...en ég held ég verði samt að prófa hana?"
-Sigrún 9. ára.

"Ástin finnur mann sko alltaf... jafnvel þótt þú reynir að fela þig. Ég hef reynt að fela mig oft, oft, en alltaf finna stelpurnar mig og verða skotnar í mér."  
-Davíð 8. ára.

Ég fann þetta í pokahorninu hjá mér og mátti til með að deila þessu með ykkur.  

Meigi þið eiga góða helgi, njótið ástarinnar Heart og munið að fara varlega.  Smile

                                                        Kær kveðja Rannveig.


Höfundur

Starfsmannahópurinn
Starfsmannahópurinn

Flottasti starfsmannahópur bæjarins!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband