Færsluflokkur: Bloggar
17.3.2007 | 15:08
Keilan og bolirnir !!
Nú er allt að verða vitlaust fyrir keilumóið :)
Við erum búin að panta 11 geggjaða boli
Þeir eru páskagulir, framan á stendur MEISTARAR Á FERÐ
Aftan á stendur MURURIMI
Á erminni stendur nafnið á leikmanninum :)
Þökkum Ágústu kærlega fyrir að redda þessu fyrir okkur
Hver bolur kostar 1200 kr. Ég skal setja umslag inn í lyfjaskáp þar sem hver og einn getur borgað.
Þetta er hópurinn:
Þeir sem keppa: Eddi fyriliði, Kidda, Elín, María, Ágústa, Rannveig og Guðný
Klapplið: Mæja, Linda, Helga og Klara
Tillaga er um æfingu á mið eða fimmt kvöldið í næstu viku klukkan 20 ef áhugi er fyrir hendi :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.3.2007 | 23:27
Til hamingju með afmælið Freyja!
Hún Freyja okkar átti afmæli í gær og langar okkur öllum að óska þér innilega til hamingju með daginn. Við vorum reyndar svo heppin að fá að hitta þig á starfsmannafundinum þannig að við gátum tekið lagið fyrir þig
Við vonum að þú hafir átt frábæran afmælisdag.
Enn og aftur til hamingju með afmælið Freyja!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 20:34
KEILUMÓT 29. MARS!
Jæja þá er komið að því!
Keilumót SSR verður haldið 29. mars í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og þá þurfum við heldur betur að leggja okkur fram við að verja titilinn keilumeistarar SSR 2006.
Nú er bara að setja af stað hugmyndabanka um flotta búninga því einnig eru veitt verðlaun fyrir það, byrja að æfa og hafa gaman af öllu saman.
Áfram Mururimi keilusnillingar!!! Þeir fiska sem veiða!
Kveðja Kidda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2007 | 09:16
Afmælisbarn dagsins
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag
Hann á afmæli hann Hjálmar
Hann á afmæli í dag
Óskum Hjálmari innilega til hamingju með daginn, vonandi nýtur hann dagsins vel :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2007 | 20:41
Þegar við nennum ekki að vinna.... :)
Nú hafa Elín og María enga afsökun til að blogga ekki, því Guðný er búin að kenna þeim :) Nátla ekkert að gera í vinnunni á sunnudagskvöldi - svo við höngum bara á netinu :)
Við getum heldur ekki unnið mikið því við vorum að borða yfir okkur að dýrindis lagsania sem María bjó til :) Alltof gott!!
Elín er alltaf með hugann við vinnuna og setti því link inn á blindrafélagið - gaman fyrir alla að skoða.
Nú ætlum við allar saman 3 út að reykja !!!! heheheheh!! DJÓK
Elín, Guðný og María
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2007 | 17:15
BA- vandræði??
Sælar elskurnar!!
Ég ákvað að spyrja ykkur út í smá hlut..þannig er sem sagt mál með vexti að ég er að skrifa BA ritgerð. Hún er um mjög skemmtilegt efni....já bara alveg rosalega skemmtilegt efni. Ég er búin að lesa alveg fullt af bráðskemmtilegum rannsóknargreinum og bókum um efnið. Svo er ég sest niður að skrifa....og o boy...Þetta er að verða hin allra leiðinlegasta ritgerð sem um getur..Endursögnin bara ekki að koma eins skemmtilega fram og frumgerðin..Finnst ykkur óviðeigandi að skjóta inn eins og einum og einum hafnfirðingarbrandara svona bara til að vekja prófessorinn??
Jæja...held þá áfram þessum skrifum mínum....Varð bara að bulla eitthvað einhverstaðar...og því þá ekki hér!!!
knús Linda....skelli inn einni mynd af "syni"mínum..til að sýna hvaða áhrif þetta hefur á hann...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2007 | 17:15
BA- vandræði??
Sælar elskurnar!!
Ég ákvað að spyrja ykkur út í smá hlut..þannig er sem sagt mál með vexti að ég er að skrifa BA ritgerð. Hún er um mjög skemmtilegt efni....já bara alveg rosalega skemmtilegt efni. Ég er búin að lesa alveg fullt af bráðskemmtilegum rannsóknargreinum og bókum um efnið. Svo er ég sest niður að skrifa....og o boy...Þetta er að verða hin allra leiðinlegasta ritgerð sem um getur..Endursögnin bara ekki að koma eins skemmtilega fram og frumgerðin..Finnst ykkur óviðeigandi að skjóta inn eins og einum og einum hafnfirðingarbrandara svona bara til að vekja prófessorinn??
Jæja...held þá áfram þessum skrifum mínum....Varð bara að bulla eitthvað einhverstaðar...og því þá ekki hér!!!
knús Linda....skelli inn einni mynd af "syni"mínum..til að sýna hvaða áhrif þetta hefur á hann...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 16:41
Til hamingju Ágústa Kristín!
Ágústa Kristín eignaðist 8 marka og 45 cm. prins í gær.
Allt gekk vel, hann var tekinn með keisara. Móður og barni heilsast vel.
Óskum Ágústu og fjölskyldu innilega til hamingju með litla draumaprinsinn.
Hér er mynd af litla prinsinum en hana má líka sjá í myndaalbúminu! Nýbakaða amman reddaði því
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2007 | 16:24
Góða helgi allir saman!
Kæru samstarfsmenn!
Megið þið öll eiga góða og skemmtilega helgi
Endilega verið dugleg að blogga hér og setja inn sniðugar sögur, hugmyndir og allt sem ykkur dettur í hug!!!
Stuðkveðjur úr Mururima.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 15:20
Júrójúrójúró
Jæja elskurnar...hvernig er svo stemmingin?? Ég hef nú ekki séð mörg lög og hef verið skotin í kaf á öllum vígstöðum þegar ég uppljóstra hvaða lög heilla mig mest. En Eiríkur Haukson (hef verið aðdáandi síðan hann kenndi mér í Seljaskóla og var upp á sitt besta með "Gaggó vest") var með fínt lag að mínu mati og svo voru tvö lög sem heilluðu (jahhh kannski full sterkt til orða tekið að segja HEILLA) mig en það voru lagið með Heiðu og svo þarna strákurinn á stólnum með dansaranna. Fannst það seinna svona ekta "gay" júró lag....sem gerir Júró nú að júró að mínu mati!
hvað finnst ykkur??
knús og góða skemmtun í kvöld...sama hvað þið eruð að fara að gera
kv.Linda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Áhugaverðar síður
Síður sem gaman er að skoða
- Blindrafélagið
- SFR
- Verkefnavefur þroskaþjálfa
- Svæðisskrifstofa Reykjavíkur
- Tákn með tali
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Bloggarar
Starfsmenn sem blogga
- Guðný í USA Guðný Jóns
- Lísa
- Rannveig
- Ágústa Krístín
- Kidda