1.3.2007 | 17:15
BA- vandræði??
Sælar elskurnar!!
Ég ákvað að spyrja ykkur út í smá hlut..þannig er sem sagt mál með vexti að ég er að skrifa BA ritgerð. Hún er um mjög skemmtilegt efni....já bara alveg rosalega skemmtilegt efni. Ég er búin að lesa alveg fullt af bráðskemmtilegum rannsóknargreinum og bókum um efnið. Svo er ég sest niður að skrifa....og o boy...Þetta er að verða hin allra leiðinlegasta ritgerð sem um getur..Endursögnin bara ekki að koma eins skemmtilega fram og frumgerðin..Finnst ykkur óviðeigandi að skjóta inn eins og einum og einum hafnfirðingarbrandara svona bara til að vekja prófessorinn??
Jæja...held þá áfram þessum skrifum mínum....Varð bara að bulla eitthvað einhverstaðar...og því þá ekki hér!!!
knús Linda....skelli inn einni mynd af "syni"mínum..til að sýna hvaða áhrif þetta hefur á hann...
Tenglar
Áhugaverðar síður
Síður sem gaman er að skoða
- Blindrafélagið
- SFR
- Verkefnavefur þroskaþjálfa
- Svæðisskrifstofa Reykjavíkur
- Tákn með tali
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Bloggarar
Starfsmenn sem blogga
- Guðný í USA Guðný Jóns
- Lísa
- Rannveig
- Ágústa Krístín
- Kidda
Athugasemdir
Linda mín bara vera bara jáhvæð, gera það besta, búast við því besta, o.s. fr. Eins og við erum alltaf. Ef sonurinn á svona erfitt yfir þessu hvernig hefur Stjáni það þá. Annars er hann svo rólegur alltaf og yfirveguður að það þarf kannski ekki að hafa áhyggjur af honum. Barátta kveðja Rannveig.
Rannveig (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 23:33
Blessuð...
mér finnst þetta snilldarhugmynd! Skella inn einum stuttum Hafnarfjarðarbrandara t.d. "Hvað gerði hafnfirski prófessorinn þegar hann ældi yfir BA ritgerðina? Setti hana í þurrkara HA HA". Bið að heilsa manninum og syninum sem sefur vært og dreymir um sitt eigið doktorspróf í letifræðum með áherslu á matarfræði
Kristbjörg Þórisdóttir, 2.3.2007 kl. 00:19
Skemmtileg hugmynd, gangi þér vel með ritgerðina
kv. Guðný
Guðný Jóns (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.