22.3.2007 | 08:28
Keiluæfing gekk vel
Keiluæfingin í gærkvöldi gekk mjög vel. Mættir voru Eddi fyriliði, Ágústa, Rannveig, Kidda, Guðný og Elín. Teknir voru 2 leikir, fagnaðarlæti æfð og búningar ræddir :)
Ákveðin voru 3 "múf"
Allir gera eins þegar:
Einhver fær fellu, feykju eða engin keila fellur (sem gerist örugglega aldrei....)
Fella: Klappa á táknmáli, hneygja sig með hendunum og segja titrandi röddu fella!
Feykja: Snúa sér í hringi með vísifingurnar út og hrópa Mururimi 4 sinnum
Engin keila: Allir gera bylgju, standa upp úr sætunum og hrópa vúúhúú!!
Búningar:
Hugmyndin - allir verða í gulum bolunum og svörtum buxum. Allar með tígóspena og rauðan varalit. Svo þegar þið komið á staðin fái þið svona rauð og gul strik á kinnarnar. Elín ætlar að reyna að koma með páskaunga til að setja í hárið :) Fyriliðinn sker sig aðeins úr - kemur á óvart :)
Hugmyndin er að mæta eitthvað fyrr, kannski upp úr 19 og fá sér einn öllara og mála strikin framan í sig :) Hlakka til að sjá ykkur öll
Tenglar
Áhugaverðar síður
Síður sem gaman er að skoða
- Blindrafélagið
- SFR
- Verkefnavefur þroskaþjálfa
- Svæðisskrifstofa Reykjavíkur
- Tákn með tali
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Bloggarar
Starfsmenn sem blogga
- Guðný í USA Guðný Jóns
- Lísa
- Rannveig
- Ágústa Krístín
- Kidda
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.