Leita í fréttum mbl.is

Kanínukötturinn káti

Einu sinni var kanínuköttur sem var ósköp einmanna og leiður því að honum var alltaf strítt af því að hann var öðruvísi.

Einn daginn kom hann til mömmu sinnar og spurði "Af hverju á ég enga vini?"
"Það er af því að þú ert kanínuköttur." svaraði móðir hans.
"Kanínuköttur, hvernig þá?" Jú sjáðu til. Þegar ég var yngri þá var ég svolítið léttlynd og einu sinni drakk ég aðeins of mikið. Þú veist að ég er köttur en pabbi þinn var kanína."

Vesalings kanínukötturinn ákvað að finna sér annað dýr sem eins var ástatt fyrir og eignast þannig vin. Hann fór um allan skóginn, á meðal allra dýranna sem flest stríddu honum en að lokum fann hann dýr sem var öðruvísi en öll hin.

"Ég er kanínuköttur, hvernig dýr ert þú?"
"Ég er elgfluga."
"Elgfluga, hvernig þá?"
"Jú pabbi var elgur en mamma var fluga, þess vegna er ég elgfluga." Úff...mamma hans hefur sko verið svakalega létt á bárunni, hugsaði kanínukötturinn.
"Vilt þú vera vinur minn?"
"Já, það vil ég svo sannarlega."

Og uppfrá því urðu þeir bestu vinir og var alvega sama þó að hin dýrin stríddu þeim. Fór svo að þeir ákváðu að finna önnur dýr sem eins var ástatt um og bjóða þeim að vera með. Fóru þeir um allan skóginn á meðal allra dýranna sem flest stríddu þeim en að lokum fundu þeir dýr sem var öðruvísi en öll hin dýrin í skóginum.

"Ég er kanínuköttur og vinur minn er elgfluga, hvernig dýr ert þú?"

"Ég er lögregluhundur."

Megi þig eiga góða helgi.

Kær kveðja Rannveig


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Starfsmannahópurinn
Starfsmannahópurinn

Flottasti starfsmannahópur bæjarins!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband