31.8.2007 | 11:25
Kanínukötturinn káti
Einu sinni var kanínuköttur sem var ósköp einmanna og leiður því að honum var alltaf strítt af því að hann var öðruvísi.
Einn daginn kom hann til mömmu sinnar og spurði "Af hverju á ég enga vini?"
"Það er af því að þú ert kanínuköttur." svaraði móðir hans.
"Kanínuköttur, hvernig þá?" Jú sjáðu til. Þegar ég var yngri þá var ég svolítið léttlynd og einu sinni drakk ég aðeins of mikið. Þú veist að ég er köttur en pabbi þinn var kanína."
Vesalings kanínukötturinn ákvað að finna sér annað dýr sem eins var ástatt fyrir og eignast þannig vin. Hann fór um allan skóginn, á meðal allra dýranna sem flest stríddu honum en að lokum fann hann dýr sem var öðruvísi en öll hin.
"Ég er kanínuköttur, hvernig dýr ert þú?"
"Ég er elgfluga."
"Elgfluga, hvernig þá?"
"Jú pabbi var elgur en mamma var fluga, þess vegna er ég elgfluga." Úff...mamma hans hefur sko verið svakalega létt á bárunni, hugsaði kanínukötturinn.
"Vilt þú vera vinur minn?"
"Já, það vil ég svo sannarlega."
Og uppfrá því urðu þeir bestu vinir og var alvega sama þó að hin dýrin stríddu þeim. Fór svo að þeir ákváðu að finna önnur dýr sem eins var ástatt um og bjóða þeim að vera með. Fóru þeir um allan skóginn á meðal allra dýranna sem flest stríddu þeim en að lokum fundu þeir dýr sem var öðruvísi en öll hin dýrin í skóginum.
"Ég er kanínuköttur og vinur minn er elgfluga, hvernig dýr ert þú?"
"Ég er lögregluhundur."
Megi þig eiga góða helgi.
Kær kveðja Rannveig
Tenglar
Áhugaverðar síður
Síður sem gaman er að skoða
- Blindrafélagið
- SFR
- Verkefnavefur þroskaþjálfa
- Svæðisskrifstofa Reykjavíkur
- Tákn með tali
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Bloggarar
Starfsmenn sem blogga
- Guðný í USA Guðný Jóns
- Lísa
- Rannveig
- Ágústa Krístín
- Kidda
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Af mbl.is
Fólk
- Tökum lokið á fjórðu seríu Bridgerton
- Of Monsters and Men gefa út nýja smáskífu
- Kaleo-miðarnir ruku út á innan við mínútu
- Er hann strax kominn yfir hana?
- Menningarlegur landflótti blasir við
- Harry Styles slær sér upp með dularfullri konu
- Íslenska dívan
- Mögulega yngstu markaðsstjórar landsins
- Beyoncé hékk í lausu lofti og stöðvaði tónleikana
- Unga fólksins bíða endalaus verkefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.