6.10.2007 | 01:42
Frábær dagur
Jæja þá er frábær dagur búinn. Þetta var alveg geggjaður dagur í alla staði. Gaman alveg frá A - Ö. Reyndar eru sumir enþá að skemmta sér. En þar sem ég þarf að mæta til vinnu á morgun þá lét ég mér nægja að vera framm til miðnættis. Mannskapurinn var á leið í pottinn þegar við yfirgáfum partýið. Það hefur ábyggilega verið svaka stuð.
Allir mættu sem sagt með fiskiþema kl 13 í dag og það var mjög gaman hvað margar sniðugar hugmyndir voru og hvað flestir voru frábærir að taka þátt í því. Boðið var upp á góðgæti að ýmsum toga eins og venjulega. Hróðný hóf daginn með kynningu um SSR ,sem var mjög fróðlegt. Síðan voru allir skiptir í hópa og hver hópur átti að gera starfáætlum um áhveðið svið á Mururima. Minn hópur fékk t.d Famkæmda svið. Allir stóðu sig frábærlega vel og koma mart fróðlegt og sniðugt fram. Síðan kom kona ( sem ég man því ekki hvað heitir ) og fór með okkur í ýmsa skemmtilega leiki. Að því loknu var frí og allir fóru að gera sig klára fyrir partýið hjá Jónu. Þar grillaði Finnbogi og Steini frábærar mat. Veitt voru verlaun fyrir skemmtilegustu þema hugmyndina og það var Eddi sem fékk 1 verlaun, hann kom með lifandi Gullfisk í búri og Rannveig fékk önnur verðlaun, hún var í keilubolnum og var búinn að sauma öll hróspjöldinn sem hún var búinn að fá á hann og var með sel á öxlinni. Farið var í leiki og einn leikurinn var að líma miða á bakið á hverjum og einum og svo átti maður að reyna geta hvað stóð á bakinu með því að fólk var alltaf að segja eitthvað við mann sem stóð á bakinu. T.d var Jóna með " sýndu mér pottin " og svo var allir alltaf að biðja hana um að sýna sér pottinn annað slagið þangað til að hún faddaði að það stóð á bakinu á henni. Farið var svo í Ása dans sem er þannig að það var búið að merka fjögur horn, hjarta, spaði, tígull og lauf, síðan fóru allir að dansa og þegar slöknaði á músikinni þá völdu sér allir eitt horn og síðan var dregið spil, það kom t.d hjarta ás þá áttu allir sem stóðu í hjarta horninu að setjast en hinir að halda áfram að dansa þangað til að slöknaði aftur á músikinni þá áttu allir að velja sér horn það horn sem var dregið áttu að setjast niður svona koll að kolli þangað til að bara einn var eftir á gólfunu. Sigurvegarinn í því var Ágústa Kristín. Eins og ég sagði áðan að þá var mannskapurinn á leiðinni í pottinn þegar við fórum. Fyrir okkur var þetta frábær dagur. Takk fyrir okkur.
Myndir koma vonandi mjög flótlega.
Kveðja Rannveig og Finnbogi.
Tenglar
Áhugaverðar síður
Síður sem gaman er að skoða
- Blindrafélagið
- SFR
- Verkefnavefur þroskaþjálfa
- Svæðisskrifstofa Reykjavíkur
- Tákn með tali
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Bloggarar
Starfsmenn sem blogga
- Guðný í USA Guðný Jóns
- Lísa
- Rannveig
- Ágústa Krístín
- Kidda
Athugasemdir
Gaman að sjá hvað þið hafið átt góðan dag! Ég vissi það svo sem, Mururimi klikkar aldrei svo mikið er víst. Ef einhver kann að leika sér, gera daginn eftirminnilegan, vera til staðar og velja sér viðhorf þá erum það við hi hi!!! Við erum bara langflottust og æðislegt að sjá h vað fólk hefur tekið virkan þátt í þessu því ekkert verður til af sjálfu sér . Góða helgi elsku vinir, hlakka ógurlega til að sjá ykkur. Ykkar Kidda.
Kristbjörg Þórisdóttir, 6.10.2007 kl. 11:01
Takk fyrir frábæran dag allir!! Ég skemmti mér konunglega :)
Guðný Jóns (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 18:02
Takk fyrir yndislegan dag og frábært kvöld allir! Þetta var æðislegt frá upphafi til enda!
knús Linda
Linda (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 19:01
Takk fyrir samveruna.
Það var mjög gaman að hitta ykkur og eiga með ykkur frábært kvöld.
Bestu kveðjur Mæja
Harpa María Pedersen (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.