Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Til hamingju Ágústa Kristín!

Ágústa Kristín eignaðist 8 marka og 45 cm. prins í gær.

Allt gekk vel, hann var tekinn með keisara. Móður og barni heilsast vel.

Óskum Ágústu og fjölskyldu innilega til hamingju með litla draumaprinsinn.

prinsinn

Hér er mynd af litla prinsinum en hana má líka sjá í myndaalbúminu! Nýbakaða amman reddaði því Wink


Góða helgi allir saman!

Kæru samstarfsmenn!

Megið þið öll eiga góða og skemmtilega helgi Smile

Endilega verið dugleg að blogga hér og setja inn sniðugar sögur, hugmyndir og allt sem ykkur dettur í hug!!!

Stuðkveðjur úr Mururima.


Júrójúrójúró

Jæja elskurnar...hvernig er svo stemmingin?? Ég hef nú ekki séð mörg lög og hef verið skotin í kaf á öllum vígstöðum þegar ég uppljóstra hvaða lög heilla mig mest. En Eiríkur Haukson (hef verið aðdáandi síðan hann kenndi mér í Seljaskóla og var upp á sitt besta með "Gaggó vest") var með fínt lag að mínu mati og svo voru tvö lög sem heilluðu (jahhh kannski full sterkt til orða tekið að segja HEILLA) mig en það voru lagið með Heiðu og svo þarna strákurinn á stólnum með dansaranna. Fannst það seinna svona ekta "gay" júró lag....sem gerir Júró nú að júró að mínu mati!

 hvað finnst ykkur??

knús og góða skemmtun í kvöld...sama hvað þið eruð að fara að gera

kv.Linda


Lumar ekki einhver...

á góðri sögu til að smella hingað innTounge

Langaði nú líka bara til að hrósa þeim sem hefur verið svona duglegur að bæta við tenglum, sé að við sem erum með bloggsíður erum flest komin með link á okkur, bara gaman!

Jæja over and out

Linda


Snildar - framtak

Ohh hvað er sniðugt að við séum komin með blog!! Skemmtileg leið til að hressa og þjappa starfsmannahópnum.  Ég skal reyna að vera dugleg að henda inn húmor frá mínu eigins húmorshjarta hérna inn!! 

Annars hlakka ég bara til í að sjá alla skrifa hér inn og spjalla saman :)

 Ég og Sigrún Ósk (gamall starfsmaður) erum líka með blogg ef þið viljið lesa:

www.blog.central.is/countrygirls

 

kv. Guðný Jóns - húmorsfiskur


Myndir

Sælar elskurnar...ég er búin að setja inn myndir af árshátíðinni 2006. Mun henda inn báðum starfsdögunum fljótlega!

kv.Linda


Fyrstu myndirnar .

Jæja þá er ég búinn að setja inn myndir frá Árshátíðinni 2005. Aðalega af mér Smile . Vona að allir séu ánægðir með þær. Læt nærst myndir frá Starfsdeginum 2006 þegar ég hef tíma. Er bara að vinna svo mikið þessa stundina. Tounge Svo verða allir bara að vera duglegir að setja inn myndir sem það á. T.d af síðustu árshátið og starfsdeginum.

Kær kveðja Rannveig


Mururima bloggið siglir af stað!

Þá erum við lögð af stað í bloggleiðiangurinn. Endillega verið dugleg að hjálpast að við að setja upp síðuna þannig að hún verði sem flottust! Prufa hinar og þessar útfærslurnar. Það geta allir stillt síðuna...

Svo er bara málið að vera dugleg að skrifa og halda henni lifandi.

Síðan hjá flottasta starfsmannahópi bæjarins verður auðvitað bara flottust!

 Góða helgi og til hamingju við öll með bloggið okkar Cool


Myndir síðan hvenær ?

Hæ !

Ég var að spá í hvað við ættum að setja inn gamlar myndir. Ég á myndir síðan á Árshátiðinni 2005 og Starfsdeginum  2006, finnst ykkur það of gamalt ? Eða eigum við að bara að byrja á því sem var síðast ?

Endilega komið með það sem ykkur finnst.

Góða helgi öll sömul

Kveðja Rannveig.


Góða helgi

Sæl öll sömul...ákvað bara að starta blogginu og óska ykkur góðrar helgi!! Til lukku með þessa síðu!

Kveðja Linda


Næsta síða »

Höfundur

Starfsmannahópurinn
Starfsmannahópurinn

Flottasti starfsmannahópur bæjarins!

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband