Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
30.3.2007 | 21:22
Páskaungarnir hársbreidd frá því að verja titilinn
Jæja, þá er keilumótinu lokið!
Við vorum aðeins 3.8 stigum að meðaltali frá því að sigra annað árið í röð. Það var lið skrifstofu SSR "Blue Hawaii" sem bar sigur úr býtum og er það kannski ekki ósanngjarnt þar sem þau voru í öðru sæti í fyrra. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn og munum koma enn sterkari til leiks að ári.
Við bárum af hvað búninga og fjör varðar og held ég að við höfum ekki farið framhjá neinum í okkar skærgulu páskabúningum! Til hamingju Mururimi við vorum með flottustu "move-in" og besta klappliðið. Eddi stóð sig frábærlega sem fiskifyrirliðinn og Ágústa var frábær í öllum undirbúningi og auðvitað frábært að hafa svona reynslubolta með sér!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2007 | 00:13
Bikarinn er farinn !!
Þvíllíkar sorgarfréttir !!
Það koma kona frá SSR í dag, sem er að skipuleggja keilumótið og hún tók bikarinn okkar!! Því þetta er víst farandsbikar!! Þvílíkir sorgardagur!! En þeir ætla víst líka að gylla Mururimi í hann fyrir fyrir árið 2006 og svo bæta vinningslii 2007 á hann
Og það verður að vera þokkalega við!! Hann má ekki vera lengur en viku frá okkur, hann verður að prýða okkar hillu árið 2007 líka!!
Eru þið ekki sammála!!
Baráttukveðjur
Guðný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2007 | 16:03
Ráðstefna á fimmtudaginn og föstudaginn :)
Mátti til með að segja ykkur frá spennandi ráðstefnu á n.k. fimmtudag og föstudag
Hún fer fyrir heitinu Mótum framtíð og er á vegum félagsmálaráðuneytisins
Dagskráin er á www.felagsmalaraduneyti.is
En Kidda og Mæja verða einmitt með fyrilestur á ráðstefnunni á föstudaginn :)
Þær eru frá 10:35-11:00 og erindið þeirra heitir Siðareglur í dagsins önn - innleiðing og reynsla á Svæðisskrifstofu Reykjavíkur.
Þær eru búnar að undirbúa sig vel og æfa sig - Það verður gaman að hlusta á þær
Ráðstefnan er öllu opin og kostar ekkert - endilega kíkja ef ykkur langar
goooo Kidda og Mæja
Kv. Guðný - hlakkar til að mæta :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 12:03
Skilaboð frá Birnu :)
Hæhæ samstarfsfélagar úr Mururima
Ég, Birna, sendi ykkur hérna boðskort í opnunarhátið fyrstu heilsuklúbbamiðstöðvar Herbalife dreifingaraðila á Íslandi, sem heitir Centerið.
Hún verður á miðvikudaginn 28. mars og það er opið hús frá kl 18 - 23. Um að gera að koma og kíkja...
fer ekki fram hjá neinum hvar þetta er...alveg eiturgrænn veggur sem blasir við manni frá götunni. Ég verð á staðnum - stend fyrir þessari opnun með vinkonu minni....maður er stórtækur sko..opna bara fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur :) Frábært tilboð fyrir þá sem koma með gest með sér...kíkiði bara á boðskortið....það er inngöngumiðinn ykkar
Ég er búin að ná ótrúlegum árangri á vörunum frá Herbalife. Búin að bæta á mig 9 kg, held niðri mígreni og húðofnæmi, hef ótrúlega orku og er í fyrsta skipti í 25 ár ekki með of lágan blóðþrýsting, of hraðan púls og allt of blóð og járnlítil :) Ekki skemmir fyrir að ég er búin að vera í Herbalife síðan í lok júlí og ég er með að meðaltali 100 þús í aukatekjur á mán og það fyrir tæpa 7 - 10 klst á viku - skattlaust takk fyrir :) og ógeðslega skemmtileg og uppbyggjandi vinna mar ;)
Hlakka til að sjá ykkur sem flest
Mururimi rúlar! sakna ykkar soltið sko...
Birna Markús
s:821-3879
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 10:48
Til hamingju með daginn Mæja!
Elsku Mæja okkar!
Innilega til hamingju með afmælið!
Vonandi hefur þú það sem allra best í dag í faðmi fjölskyldunnar og gerir eitthvað voða skemmtilegt og afslappandi....fyrir verðandi mæður.
Risaknús frá vinnufélögum þínum í Mururima!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2007 | 13:34
Undirbúningur meistaranna og helgin framundan
Hæ hæ öllsömul til sjávar og sveita!
Hún Ágústa er búin að kaupa stríðsmálningu fyrir meistarana þannig að allt ætti að verða klárt fyrir keilukeppnina miklu!!! Hún ætlaði að skoða með hristur um helgina.
Sendum öllum bestu kveðjur fyrir helgina og vonandi eigið þið öll góða helgi í faðmi vina og fjölskyldu eða félaga ykkar í starfinu.
Munum svo öll fyrir fimmtudaginn að:
MEISTARAR Á FERÐ!
Helgarkveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 17:40
Til hamingju með daginn Guðbjörg
Hún Guðbjörg - Gugga á afmæli í dag og óskum við henni innilega til hamingju með daginn.
Við vonum að þú njótir dagsins sem allra best og njótir kvöldsins því við vitum að þú varst með skemmtileg plön á prjónunum.
Við náum ekki að syngja fyrir þig þar sem þú ert ekkert í dag en við segjum bara í staðinn:
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Gugga...
Njóttu dagsins.
Afmæliskveðja frá vinnufélögum þínum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.3.2007 | 08:28
Keiluæfing gekk vel
Keiluæfingin í gærkvöldi gekk mjög vel. Mættir voru Eddi fyriliði, Ágústa, Rannveig, Kidda, Guðný og Elín. Teknir voru 2 leikir, fagnaðarlæti æfð og búningar ræddir :)
Ákveðin voru 3 "múf"
Allir gera eins þegar:
Einhver fær fellu, feykju eða engin keila fellur (sem gerist örugglega aldrei....)
Fella: Klappa á táknmáli, hneygja sig með hendunum og segja titrandi röddu fella!
Feykja: Snúa sér í hringi með vísifingurnar út og hrópa Mururimi 4 sinnum
Engin keila: Allir gera bylgju, standa upp úr sætunum og hrópa vúúhúú!!
Búningar:
Hugmyndin - allir verða í gulum bolunum og svörtum buxum. Allar með tígóspena og rauðan varalit. Svo þegar þið komið á staðin fái þið svona rauð og gul strik á kinnarnar. Elín ætlar að reyna að koma með páskaunga til að setja í hárið :) Fyriliðinn sker sig aðeins úr - kemur á óvart :)
Hugmyndin er að mæta eitthvað fyrr, kannski upp úr 19 og fá sér einn öllara og mála strikin framan í sig :) Hlakka til að sjá ykkur öll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 23:57
Keiluæfing
Keiluæfing -keiluæfing
Verður haldin miðvikudaginn 21 mars kl: 20:30 í keiluhöllinni í Öskjuhlíð :)
Við erum 7 sem ætlum að keppa - vona að sem flestir geti mætt.
Klapplið er einning velkomið að æfa sig í að klappa!!
Aðrir starfsmenn Mururima einnig velkomnir til að hvetja sitt fólk :)
Bloggar | Breytt 21.3.2007 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 15:08
Keilan og bolirnir !!
Nú er allt að verða vitlaust fyrir keilumóið :)
Við erum búin að panta 11 geggjaða boli
Þeir eru páskagulir, framan á stendur MEISTARAR Á FERÐ
Aftan á stendur MURURIMI
Á erminni stendur nafnið á leikmanninum :)
Þökkum Ágústu kærlega fyrir að redda þessu fyrir okkur
Hver bolur kostar 1200 kr. Ég skal setja umslag inn í lyfjaskáp þar sem hver og einn getur borgað.
Þetta er hópurinn:
Þeir sem keppa: Eddi fyriliði, Kidda, Elín, María, Ágústa, Rannveig og Guðný
Klapplið: Mæja, Linda, Helga og Klara
Tillaga er um æfingu á mið eða fimmt kvöldið í næstu viku klukkan 20 ef áhugi er fyrir hendi :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Áhugaverðar síður
Síður sem gaman er að skoða
- Blindrafélagið
- SFR
- Verkefnavefur þroskaþjálfa
- Svæðisskrifstofa Reykjavíkur
- Tákn með tali
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Bloggarar
Starfsmenn sem blogga
- Guðný í USA Guðný Jóns
- Lísa
- Rannveig
- Ágústa Krístín
- Kidda