Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
27.4.2007 | 12:38
Til hamingju Mæja, Eiríkur og Móa
með nýjasta fjölskyldumeðliminn!!
Mæja okkar eignaðist strák kl.10:41. Sá stutti er 54cm og 4585 gr.
Nú bíðum við bara spennt eftir myndum
Til hamingju elskurnar
vinir ykkar í mururima!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2007 | 12:17
Innilega til hamingju með afmælið Á MÁNUDAGINN elsku Guðný okkar!
Hún Guðný okkar sú fráa fótalipra kona er slegin í 25. aldursárið en sá merkisdagur var mánudagurinn 16. apríl síðastliðinn.
Óskum þér innilega til hamingju Guðný með kvartfjórðunginn í 100 aldursárið!
Vonum að þú hafir átt yndislegan afmælisdag og munir eiga góðan tíma framundan.
Innileg afmæliskveðja frá þínum starfsfélögum!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2007 | 01:13
Fullt af nýjum myndum
Komnar eru nýjar myndir undir Keilumót, Árshátíð 2006 og Starfsdagur 2007. Svakalega skemmtilegar og flottar. Loksins lærði frúin að minnka myndirnar þannig að það tæki nú ekki eilífðina að koma þeim inn, leitaði á netinu en svo var þetta nú alltaf til í tölvunni hjá mér...
Ef einhver vill ekki hafa ákveðna mynd af sér þá er ekkert mál að fara í Myndir og velja þar myndina og eyða henni út.
Njótið vel!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 00:33
Gleðilega páska
Gleðilega páska kæru samstarfsfélagar og aðrir vinir!
Vonandi hafið þið það sem allra best yfir hátíðarnar og náið að slaka vel á í góðra vina hópi og raða í ykkur ýmsu góðgæti. Njótið hátíðarinnar og hafið það sem allra best.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 09:33
Vor-sumarpartý
Hæ hæ partýfólk
Nú er komið að hinu árlega sumar-grillpartý, sem er alltaf haldið í byrjun sumars áður en allir detta út í sumarfríin sín.
Tillagan í ár er föstudagurinn 11 maí :)
Í fyrri kanntinum, en okkur langar svo að fara upp á Akranes í heimsókn til Rannveigar og þetta er eina helgin sem hún getur. Svo þegar hún er komin frá útlöndum, þá fara margir aðrir að detta út.
Veit þetta er daginn fyrir kosningar Kidda.... en þú ferð nú varla að hala inn fleiri stig á föstudagskvöldið!! :)
Hvernig lýst ykkur á þetta? Er einhver sem kemst alls ekki?? Endilega látið vita í kommenti :)
Kv. Guðný partýdýr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Áhugaverðar síður
Síður sem gaman er að skoða
- Blindrafélagið
- SFR
- Verkefnavefur þroskaþjálfa
- Svæðisskrifstofa Reykjavíkur
- Tákn með tali
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Bloggarar
Starfsmenn sem blogga
- Guðný í USA Guðný Jóns
- Lísa
- Rannveig
- Ágústa Krístín
- Kidda