Færsluflokkur: Bloggar
31.8.2007 | 11:25
Kanínukötturinn káti
Einu sinni var kanínuköttur sem var ósköp einmanna og leiður því að honum var alltaf strítt af því að hann var öðruvísi.
Einn daginn kom hann til mömmu sinnar og spurði "Af hverju á ég enga vini?"
"Það er af því að þú ert kanínuköttur." svaraði móðir hans.
"Kanínuköttur, hvernig þá?" Jú sjáðu til. Þegar ég var yngri þá var ég svolítið léttlynd og einu sinni drakk ég aðeins of mikið. Þú veist að ég er köttur en pabbi þinn var kanína."
Vesalings kanínukötturinn ákvað að finna sér annað dýr sem eins var ástatt fyrir og eignast þannig vin. Hann fór um allan skóginn, á meðal allra dýranna sem flest stríddu honum en að lokum fann hann dýr sem var öðruvísi en öll hin.
"Ég er kanínuköttur, hvernig dýr ert þú?"
"Ég er elgfluga."
"Elgfluga, hvernig þá?"
"Jú pabbi var elgur en mamma var fluga, þess vegna er ég elgfluga." Úff...mamma hans hefur sko verið svakalega létt á bárunni, hugsaði kanínukötturinn.
"Vilt þú vera vinur minn?"
"Já, það vil ég svo sannarlega."
Og uppfrá því urðu þeir bestu vinir og var alvega sama þó að hin dýrin stríddu þeim. Fór svo að þeir ákváðu að finna önnur dýr sem eins var ástatt um og bjóða þeim að vera með. Fóru þeir um allan skóginn á meðal allra dýranna sem flest stríddu þeim en að lokum fundu þeir dýr sem var öðruvísi en öll hin dýrin í skóginum.
"Ég er kanínuköttur og vinur minn er elgfluga, hvernig dýr ert þú?"
"Ég er lögregluhundur."
Megi þig eiga góða helgi.
Kær kveðja Rannveig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 22:40
Góðir finnar...
..já það er nú ekkert skrítið að finnarnir hafi sigrað Júróvision í fyrra. Ekki ef miðað er við þessa frábæru útgáfu þeirra á smellinum YMCA
http://www.youtube.com/watch?v=lCgrG35-3js
og svo allir saman nú....
Eigið góða helgi
knús Linda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 14:53
Góða ferð elsku Kidda okkar!
Kæra Kidda okkar
Eigðu nú gott flug og góða ferð til Árósa. Gangi þér vel að koma þér fyrir á nýjum stað.
Risa saknaðarknús frá öllum vinum þínum í Mururima
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.8.2007 | 09:14
Til hamingju með afmælið Jóna :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2007 | 23:37
Börnin eru svo einlæg og elskuleg.
Þegar maður verður skotin í ástfanginn, þá er það rosalega sárt og maður getur meitt sig alveg fullt."
-Magnús 7. ára.
"Ég veit ekki alveg hvers vegna það eru svona margir ástfangnir, en ég held það sé vegna þess að konur eru með ilmvatn og karlar rakspíra og það er þá líklega vegna þess að þau ilma svo vel. Þess vegna seljast ilmvötn svo mikið. Mamma kaupir alltaf fullt þegar hún fer til útlanda og oftast fyrir pabba."
-Siggi 8. ára.
"Ég hef heyrt að ástin og að verða ástfanginn sé það mikilvægasta í heiminum, en það er líka mikilvægt að Manchester United gangi vel!"
-Friðrik 8. ára.
"Strax á eftir þegar ég er búinn í leikskólanum ætla ég að finna mér konu."
-Tómas 5 ára.
"Mér finnst voða gaman að horfa á ástina, bara ekki á meðan Birta og Bárður eru. Ég vil frekar horfa á þau."
-Helga 7. ára.
"Fyrst þegar kærustupar ferð út saman þá skrökva þau alveg fullt að hvort örðu, en samt fara þau út aftur...og verða kannski hjón?"
-Finnur 10. ára.
"Ég er með svolítið margar freknur, svo að konan mín verður að hafa freknur líka."
-Andri 6. ára.
"mamma sagði að ég ætti að velja mér mann sem væri blaður og myndarlegur."
-Katrín 8. ára.
"Æ, hættu að spyrja mig að þessu með ástina, ég fæ hausverk...ég bara krakki og ég þarf enga ástina."
-Ragnar 7 ára.
"Ég ætla sko ekkert að flýta mér að verða ástfanginn. Það er alveg nógu erfitt að vera í skólanum."
-Regína 10.ára.
"Mamma segir að karlmenn séu heilalausir. Hún er búin að reyna að finna marga sem eru með heila en það gengur illa."
-Agnes 10. ára.
"Maður og kona lofa að fara í gegnum allt saman, líka Hvalfjarðagöngin."
-Ómar 7. ára.
"Ég ætla sko ekki að eignast börn! Eða jú kannski? En ekki að skipta um bleyjur! Ég myndi bara hringja í mömmu og bjóða henni í kaffi til að fá hana til að skipta um bleyjur."
-Kristín 10. ára
"Ástin er mjög asnaleg...en ég held ég verði samt að prófa hana?"
-Sigrún 9. ára.
"Ástin finnur mann sko alltaf... jafnvel þótt þú reynir að fela þig. Ég hef reynt að fela mig oft, oft, en alltaf finna stelpurnar mig og verða skotnar í mér."
-Davíð 8. ára.
Ég fann þetta í pokahorninu hjá mér og mátti til með að deila þessu með ykkur.
Meigi þið eiga góða helgi, njótið ástarinnar og munið að fara varlega.
Kær kveðja Rannveig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2007 | 00:15
Eilífðarhamingja:
Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.
Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.
Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við þessum þremur hlutum 1. Rigningardegi 2. Týndum farangri 3. Flæktu jólatrésskrauti
Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, Komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.
Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama og að skapa sér líf.
Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.
Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.
Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.
Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.
Megi þið eiga góða helgi
Kær kveðja Rannveig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.7.2007 | 16:32
Hamingjuóskir með afmælið elsku Linda!
Innilegar hamingjuóskir með daginn Linda okkar,
við vonum að þú hafir það sem allra best og sért að njóta dagsins vel.
Bestu afmæliskveðjur frá þínum vinum í Mururima.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2007 | 13:11
Smá saga
Smá saga til umhugsunar!
Mamman gekk fram hjá herbergi dóttur
sinnar og varð nokkuð undrandi að sjá að það var búið að búa um rúmið og
taka vel til í öllu herberginu. Hún sá að það var umslag á miðju rúminu og
á því stóð: TIL MÖMMU. Mjög áhyggjufull opnaði hún umslagið og las
skjálfhent bréfið sem í því var.
Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að
þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri
þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að
undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo
yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og mótorhjólagallana
sína. En það er ekki bara það mamma mín að ég ber svona sterkar
tilfinningar til hans því að ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo
glaður með það.
Hann er þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er
búinn að safna helling af eldivið til að halda á okkur hita í allan
vetur. Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér
fullt af börnum og ég er svo innilega sammála honum með það. Ahmed hefur
kennt mér það að marijuana gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann
að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að við munum eiga nóg af því
afgangs til að skipta á því og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum. En
ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed
mínum batni, hann á það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur
mamma mín því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa.
Þar að auki er Ahmed orðinn orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað
hann er að gera. Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú
getir hitt öll barnabörnin þín.
Þín dóttir Guðrún.
PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt.
Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita
að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu
skrifborðskúffunni. Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir
mig að koma heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2007 | 10:21
Nýjar myndir :)
Bætti inn nokkrum myndum af prinsinum hennar Mæju :)
Setti þær inn í - börn starfsmanna
Hann er sko bara dúlla!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 09:48
Til hamingju með afmælið Ágústa
Innilega til hamingju með afmælið Ágústa :)
Vonandi hefur þú það gott í dag
Kær kveðja frá þínum vinum úr Mururima
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Áhugaverðar síður
Síður sem gaman er að skoða
- Blindrafélagið
- SFR
- Verkefnavefur þroskaþjálfa
- Svæðisskrifstofa Reykjavíkur
- Tákn með tali
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Bloggarar
Starfsmenn sem blogga
- Guðný í USA Guðný Jóns
- Lísa
- Rannveig
- Ágústa Krístín
- Kidda
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Fólk
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
Íþróttir
- Ísland - Ítalía, staðan er 0:0
- Ég er rétti maðurinn fyrir United
- Líta á tilboð í Gylfa sem grín
- Haukar Valur kl. 19.30, bein lýsing
- Gunnar tekur við Selfossi á ný
- Mættur aftur á hliðarlínuna
- Fyrrverandi liðsfélagi þjálfar Messi
- Framarar halda áfram að styrkja sig
- Staðgengill þess besta líka meiddur
- Skák að selja sig með nekt
Viðskipti
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur